Kór Akraneskirkju, Sveinbjörn Hafsteinsson söngvari og félagar úr hljómsveitinni Bland koma saman á glæsilegum tónleikum þann 25. febrúar n.k. sem kraftballöður og rómantískir ástarsöngvar ráða ríkjum.
Febrúarmánuður tjaldar bæði Valentínusardegi og konudegi og því er þetta rómantískur meistaramánuður. Sveinbjörn mun þenja raddböndin í þessu lagi sem er hér fyrir neðan. Lagið heitir „Þar sem undir býr“ og er samið af kórstjóra Fjallabræðra, Halldóri Gunnari Pálssyni.
Í tilkynningu frá Kór Akraneskirkju kemur fram að miðaverð sé kr. 3.500 við inngang. Miðaverð í forsölu er 3.000.
Forsala hefst í Versluninni Bjargi við Stillholt, föstudaginn 17. febrúar.