Sjósportið sækir í sig veðrið á Akranesi – félagsfundur í kvöld

Sjósportsfélag Akraness heitir Sigurfari og í kvöld ætla félagasmenn að halda félagsfund. Þar verður jafnframt kynning á þeim möguleikum sem eru í boði í þessu skemmtilega sporti.

Sigurfari er siglingaklúbbur þar sem áhugafólk um alls konar sjósport er velkomið.

Fyrirtækið Epic Ísland verður á staðnum með Epic V5 & V7, vængárar, Mocke björgunarvesti og fleira segir í tilkynningu frá Sigurfara.

Fundurinn hefst kl. 20.00 og fer hann fram í hátíðarsalnum hjá ÍA að Jaðarsbökkum.

16387330_1543965108965864_3482198311881894889_n