Káramenn sigruðu Víði örugglega í úrslitaleik

Leikmenn knattspyrnuliðsins Kára frá Akranesi fóru á kostum í gærkvöld í úrslitaleiknum í C-deildinni í fotbolti.net mótinu 2017 gegn Víði úr Garði. Þessi lið voru í 3. deildinni í fyrra og komst Víðir upp í 2. deild ásamt Tindastóli frá Sauðárkróki en Kári endaði í 4. sæti.  Það var fjölmenni sem mætti á áhorfendapallana í Akraneshöllinni í gærkvöld enda var veðrið þar með ágætum. Kalt en logn – en um 300 áhorfendur voru á leiknum.

Leikskýrslu má nálgast hér: 

Kristófer Daði Garðarsson skoraði fyrsta mark leiksins en gestirnir úr Garðinu á Suðurnesjunum jöfnuðu um miðjan fyrri hálfleik. Þeir héldu síðan áfram að skora en sendu boltann í eigið mark og staðan var því 2-1 fyrir Kára. Ófarir Víðismanna héldu áfram þegar Andra Þór Unnarssyni var vísað af leikvelli í fyrri hálfleik – fyrir hvað er ekki alveg ljóst en líklega hefur hann sagt eitthvað miður fallegt við aðstoðardómarann. Andri hafði fengið gult spjald á 11. mínútu og fékk það síðara á 37. mínútu.

Helgi Jónsson bætti við þriðja markinu áður en flauta var til leikhlés. Stefán Teitur Þórðarson bætti við fjórða markinu áður en leikurinn var flautaður af.

Næsta verkefni Kára er Lengjubikarinn B-deild en Káramenn hefja leik 5.mars.