Skagamaðurinn Sveinbjörn Hafsteinsson, Kór Akraneskirkju og hljómsveitin Bland fóru á kostum á tónleikum sem fram fóru á laugardaginn í Tónbergi.
Fullt var út úr dyrum og tónleikagestir kunnu svo sannarlega að meta það sem boðið var upp á. Efnisdagskráin var fjölbreytt og skemmtileg stemmning var á þessum tónleikum.
Hér fyrir neðan má heyra Sveinbjörn syngja ásamt kórnum á „lokahófi“ sem fram fór á Gamla Kaupfélaginu eftir tónleikana. Og myndasyrpa frá tónleikunum er hér fyrir neðan.