Fróðlegt spjall um fótbolta hjá „Rikka Jóns“ og Helga

Í þessu stutta myndbroti eru knattspyrnufræðin krufin til mergjar af þeim Ríkharði Jónssyni og Helga Hannessyni. Myndbandið var birt á fésbókarsíðu Knattspyrnufélags ÍA og er stórskemmtileg heimild um þessa miklu kappa.

Útför Ríkharðs Jónssonar fór fram í gær í Akraneskirkju að viðstöddu fjölmenni. Ríkharður var einn mesti knattspyrnumaður allra tíma hér á Íslandi og þjálfaði ÍA um margra ára skeið.

Helgi Hannesson lést þann 27. febrúar 2015 en hann var leikmaður ÍA og einn þekktasti sundþjálfari Íslands til margra ára. Myndbandið segir alla söguna.