Goskælir í tignarlegri snjóhengju við Bárugötu

Það er enn gríðarlegt magna af snjó á Akranesi eftir mikið fannfergi um s.l. helgi. Snjóhengjur hafa skriðið fram af húsþökum bæjarins á undanförnum dögum og á nokkrum stöðum hafa þakskegg og rennur gefið sig undan þunganum. Á Bárugötunni er glæsileg snjóhengja á fyrrum höfuðstöðvum Skeljungs.

Ljósastaur sem liggur alveg upp við húsið styður við snjóhengjuna sem þar lafir fram af þakinu eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Ef myndin prentast vel má sjá að búið er að koma fyrir Coke flösku í snjóhengjuna á Bárugötunni og kunnum við hér á skagafrettir.is vel að meta slíkan húmor. Vel gert.

17038647_10210153039320729_3046747198015413292_o

FullSizeRender (1)