Steinþór tekur við rekstri golfskálans hjá Leyni

Steinþór Árnason mun sjá um rekstur golfskálans og veitingasölu hjá Golfklúbbnum Leyni sumarið 2017. Í tilkynningu frá Leyni kemur fram að Steinþór hafi víðtæka reynslu af rekstri kaffihúsa, veitingastaða og hótela bæði á Íslandi og erlendis sem án efa mun nýtast til að gera góðan golfskála enn betri.

Golfskálinn og veitingareksturinn mun fá rekstrarheitið 19. holan.  Gestafjöldi á Garðavelli er ávallt mikill á hverju sumri – og er útlitið afar gott varðandi golfsumarið 2017 á Garðavelli.

Steinþór og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis skrifuðu undir samning um reksturinn á 19. holu Garðavallar.