Kajakræðarar léku listir sínar í blíðunni í Akraneshöfn

Sigurfari – sjósportsfélag Akraness var stofnað fyrir rétt rúmlega ári síðan eða 3. mars 2016. Mikil vakning hefur átt sér stað á Akranesi í kajaksiglinum og öðru sjósporti.

Kakaræðarar hafa nýtt sér veðurblíðuna sem hefur verið til staðar á Akranesi að undanförnu. Um helgina voru þessar myndir teknar af hópi kajakræðara sem lék listir sínar í Akraneshöfn.

Við fengum þessar myndir að láni hjá Unnari Valgeirssyni sem var í þessum hópi en Hjalti Sig var með drónann á lofti við þetta tilefni.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér starf Sigurfara -sjósportsfélags Akraness þá er ekkert annað en að smella hér.

17158980_10212328860166619_4492045399771675867_o 17191635_10212328860006615_6075307970553353914_o 17039192_10212328860126618_2858137903094617792_o 17156029_10212328860086617_6538322039738110886_n