„Myndefnið og hugmyndin var „sjóðheit dama“ þegar ég byrjaði að mála þetta verk. Skömmu síðar kemur Harpa Hreinsdóttir vinkona okkar hjóna inn í galleríið og segir: „Þetta er fröken Reykjavík.“ Ég var fljótur að grípa það, náði í pensla og málaði rauða skó sem eru á myndinni.
Það á jú vel við þar sem að galleríið er í gömlu skóbúðinni Staðarfelli,“ segir Bjarni Þór Bjarnason listmálari og afrekskylfingur um aðalþemað í sýningu „Fröken Reykjavík“ sem hann mun opna á laugardaginn í Bryggjunni brugghús Grandagarði 8 í Reykjavík laugardaginn 11. mars.
Myndefnið og hugmyndin var „sjóðheit dama“ þegar ég byrjaði að mála þetta verk. Skömmu síðar kemur Harpa Hreinsdóttir vinkona okkar hjóna inn í galleríið og segir: „Þetta er fröken Reykjavík.
„Að þessu sinni erum við tveir gamlir smiðjubelgir að vinna saman að verkunum. Ég fékk Ingvar Þórðarson kunningja minn með mér í lið. Verkin eru unninn með óvenjulegum hætti. Við notum gastæki, borvélar, slípirokka, sýrur, keðjur og striga. Markmiðið var að „járna“ verkinn inn í stað þess að „ramma“ þau inn. Það er skemmtilegt að takast á við eitthvað nýtt og óvenjulegt,“ segir Bjarni en hann heillaðist af sýningarstaðnum í bæjarheimsókn í Reykjavík.
Við notum gastæki, borvélar, slípirokka, sýrur, keðjur og striga.
Bjarni Þór segir að umboðsmaður hans hafi séð til þess að sýningin hafi fengið inni í Brugghúsinu. Ásta Alfreðsdóttir, kona Bjarna, er „umbinn“ og hún kom málunum í farveg.
Mér líkaði vel við þessa stemmningu og ekki skemmir fyrir að vera með sýninguna í brugghúsi
„Ég verð bara að fá að hengja „Fröken Reykjavík“ hér upp! Hugsaði ég þegar ég horfði yfir staðinn eftir dýrindis máltíð á þessum flottta veitingastað. Ásta fór síðan í málið og kláraði þetta. Staðurinn er mjög flott innréttaður, dökkur, grófur, með járnívafi og gamalt dót í aðalhlutverki. Mér líkaði vel við þessa stemmningu og ekki skemmir fyrir að vera með sýninguna í brugghúsi,“ segir Bjarni Þór en hann er með glæsilegt gallerí og vinnustofu á Kirkjubraut 1 á Akranesi.
Fyrir þá sem þekkja Bjarna Þór þá hefur hann tekið golfíþróttina föstum tökum og nýtir hverja stund sem gefst til að leika á Garðavelli og víðar. „Það gengur bara merkilega vel í golfinu og þetta er allt á uppleið – allavega forgjöfin,“ sagði Bjarni Þór að lokum.