Tónlistarstarfið í Brekkubæjarskóla er öflugt – fjölmargir nemendur í viðtali á Hringbraut
Kraftmikið tónlistarstarf í Brekkubæjarskóla á Akranesi hefur vakið athygli víða. Umsjónarmenn þáttarins Skólinn okkar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut kíktu í heimsókn í Brekkubæjarskóla á dögunum og úr því varð þetta fína efni sem er að finna á hringbraut.is.
Þátturinn er hér fyrir neðan og byrja viðtölin við krakkana í Brekkubæjarskóla á 12. mínútu. Þar koma við sögu þau: Margrét Björt Pálmadóttir, Arnór Valur Ágústsson, Bjartur Ólafur Eyþórsson, Björgvin Þór Þórarinsson, Anna Katrín Guðlaugsdóttir, Hekla Kristleifsdóttir, Eyrún Sigþórsdóttir, Rakel Harðardóttir og Sindri Bjarnason. Einnig er rætt við tónlistakennarana í Brekkubæjarskóla, Heiðrúnu Hámundardóttur og Samúel Þorsteinsson.