Væntanlegir nýnemar við FVA í heimsókn

Það er ávallt nóg um að vera í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Fjölmennnur hópur nemenda úr 10. bekk frá Akranesi og Hvalfjarðarsveit kom í heimsókn mánudaginn 13. mars. Þar var þeim boðið í kynningar á ýmsum námsleiðum FVA sem eru í boði fyrir árgang 2001 sem lýkur grunnskólanámi sínu vorið 2017.

Tekið var á móti hópnum á sal FVA og var þeim skipt upp í litla hópa. Nemendur í FVA tóku við þessum hópum og fóru með þá um skólann. Þar voru kennarar tilbúnir með stuttar kynningar á þeim fögum sem þeir kenna við FVA. Nemendur fengu upplýsingar og gátu spurt útí bóknámið, afreksíþróttasviðið og iðnnámið.

FVA mun leggja sérstaka áherslu á sérstöðu skólans í þeirri kynningu, sem er iðnnámið, afreksíþróttasviðið og heimavistina.

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands, NFFA, var einnig með kynningu á öflugu félagsstarfi sínu. Kynningin tókst mjög vel og fóru væntanlegir nýnemar ánægðir heim eftir heimsóknina.

Um næstu helgi fer fram Íslandsmót í iðn – og verkgreinum Þar verða framhaldsskólar landsins með kynningu í Laugardalshöllinni. FVA mun leggja sérstaka áherslu á sérstöðu skólans í þeirri kynningu, sem er iðnnámið, afreksíþróttasviðið og heimavistina.

Img_0725 Img_0720
Img_0729 Img_0732