Sjónvarpsstöðin N4 í heimsókn á Lesbókin Café

Sjónvarpsstöðin N4 er með frábæra þætti þar sem mannlífið á Vesturlandi er til umfjöllunnar. Hlédís Sveinsdóttir er umsjónarmaður þáttanna en hún er búsett á Akranesi og ættuð frá Snæfellsnesi.

Hlédís var með skemmtilegt viðtal við Guðleif Einarsson vert á kaffihúsinu Lesbókin Café í síðasta þætti. Innslagið má sjá hér fyrir neðan en það hefst þegar um 6 mínútur eru liðnar af þættinum. Þar fór Gulli yfir söguna á bak við þá ákvörðun hans að hætta á sjónum og hella sér í veitingarekstur.

Hlýleg stemning á opnunardegi Lesbókin Café