Skagamaðurinn Matthías Leó stefnir á að verða bestur í heimi í keilu

„Ég æfi flesta daga en við erum með fastar æfingar tvisvar í viku. Ég æfi keiliu af því mér finnst það gaman,“ segir hinn 9 ára gamli Matthías Leó Sigurðsson sem náði frábærum árangri á dögunum á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf sem fram fór í Egilshöll. Matthías gerði sér lítið fyrir og setti Íslandsmet í fjórum leikjum í 5. flokki en þar keppa leikmenn sem eru 10 ára og yngri.

Venjulegur dagur hjá Matthíasi er frekar einfaldur líkt og hjá flestum 10 ára grunnskólanemendum á Akranesi. „Ég fer í skólann, leik við vini mína eftir það og fer síðan á keiluæfingu,“ segir Matthías þegar hann er inntur eftir því hvernig venjulegur dagur sé hjá honum.

Hvað er skemmtilegast við keiluna?
„Mér finnst skemmtilegast að keppa.“

Framtíðardraumarnir í keilunni?
„Verða best keilumaður í heimi.“

Hvað er það eftirminnilegasta sem hefur gerst hjá þér í leik?
„Þegar ég vann „Tjúlla“ ( Þorleifur Jón Hreiðarsson) 196 á móti 191. „Tjúlli“ er bestur í KR.

Hvert er vandræðalegasta atvikið hjá þér í leik?
„Það er ekkert vandræðalegt sem gerist í íþrótt sem er bara skemmtileg.“

Hvaða áhugamál hefur þú fyrir utan keilu?
„Fótbolti, handbolti og mér finnst gaman að baka.“

Ertu hjátrúarfullur? Ef svo er hvernig?
„Nei ég er ekki hjátrúafullur.“

Staðreyndir:

Nafn: Matthías Leó Sigurðsson.

Aldur: 9 ára enn verð 10 ára í október

Skóli: Brekkubæjarskóli.

Bekkur: 4 BS.

Besti maturinn: Snitsel, kjötbollur, pizza og núðlur

Besti drykkurinn: Zlatan vatn (vítamín vatn).

Besta lagið/tónlistin. „Geimlagið með Góa“

Á hvað ertu að horfa þessa dagana?  (sjónvarpsþættir)

„Horfi voða lítið á sjónvarp enn horfi á keilu á youtube.“

 

Ættartréð:

Foreldrar Matthíasar eru: Sigurður Þorsteinn Guðmundsson og Fríður Ósk Kristjánsdóttir. Matthías er elstur af fjórum systkynum: Kolbrún Þóra Sigurðardóttir (7 ára), Guðmundur Bernharð Sigurðsson (5 ára) og Sigurbjörg Fríður Sigurðardóttir (6 mánaða).