„James Bond“ Teddi vakti athygli í veðurfréttunum

Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur hefur verið tíður gestur á skjánum hjá landsmönnum á RÚV þar sem hann hefur fært okkur veðurfregnir.

„Teddi“ fór nýjar leiðir um s.l. helgi í klæðaburði og var óvenju glæsilegur eins og sjá má í þessu myndbandi sem birt var á fésbókinni.

Sagt er að með þessu hafi Teddi verið að sameina kvikmyndaáhugafólk og þá sem hafa áhuga á veðrinu.

Við fögnum þessu og að mati ritstjórnar skagafrettir.is er Teddi ávallt með besta veðurkortið – eða svona næstum því.