Binni vippaði sér leikandi létt upp í rjáfur á Vesturgötunni

Brynjar Sigurðsson, íþróttakennari við Brekkubæjarskóla, er langt frá því að vera hættur að sýna hvað í honum býr á Instagram.

„Binni“ er á fimmtugsaldri en veit svo sannarlega ekki að því og gefur hann yngri iðkendum í Fimleikafélagi Akraness ekkert eftir þegar kemur að styrk og liðleika. Hér vippar Binni sér upp kaðlana í Íþróttahúsinu við Vesturgötu eins og ekkert sé.

Heimildarmaður Skagafrétta sem vann í þessu húsi í tæplega hálfa öld telur að lofthæðin sé 8-10 metrar en hann man það ekki alveg – sem er skiljanlegt miðað við aldur.

Einu sinni á dag kemur skapinu í lag

A post shared by Brynjar Sigurðsson (@binnisig) on