Iðkendur í fimleikafélagi Akraness hafa æft af miklum krafti á undanförnum vikum fyrir árlega vorsýningu FIMA sem fram fer laugardaginn 1. apríl í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Tvær sýningar verða á þessum degi og hefjast þær kl. 12 og 14. Þemað í ár eru tilfinningar og verður boðið upp á tilfinningarússibana í atriðum sýningarinnar. Á undanförnum árum hafa áherslurnar verið með ýmsum hætti á þessari sýningu, Pétur Pan, Lísa í Undralandi og sirkusþema svo eitthvað sé nefnt.
Forsvarsmenn FIMA vilja koma því á framfæri að allir séu hjartanlega velkomnir, aðgangseyrir er 1000 kr. og eru miðar seldir frá kl. 10:30-11:30 laugardaginn 1. apríl. Frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Athugið að aðeins er hægt að greiða með pengingum í miðasölunni og ekki hægt að greiða með greiðslukortum.