Skaginn 3X hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands

Skag­inn 3X hlaut Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands 2017 sem af­hent voru á Ný­sköp­un­arþingi í dag, fimmtudaginn 30. mars. Í fréttatilkynningu segir m.a. að Skag­inn sé fyr­ir­tæki sem hef­ur sýnt ár­ang­ur á markaði með framúrsk­ar­andi ný­sköp­un að leiðarljósi og er lík­legt til að halda áfram á þeirri braut í framtíðinni

„Skag­inn hef­ur und­an­far­in ár verið leiðandi fyr­ir­tæki í ný­sköp­un í mat­vælaiðnaðinum og þá sér­stak­lega í sjáv­ariðnaði. Fyr­ir­tækið bygg­ir á sterk­um þekk­ing­ar­grunni og virku sam­starfi við önn­ur fyr­ir­tæki og rann­sókna­stofn­an­ir. Und­an­far­in ár hef­ur fyr­ir­tækið náð góðri fót­festu á markaði sem hef­ur skap­ast vegna nýrra lausna sem fyr­ir­tækið hef­ur sett á markað.

Skag­inn hef­ur und­an­far­in ár verið leiðandi fyr­ir­tæki í ný­sköp­un í mat­vælaiðnaðinum og þá sér­stak­lega í sjáv­ariðnaði.

Lausn­ir Skag­ans byggja á mik­illi sjálf­virkni með áherslu á bætt gæði og nýt­ingu afurðar auk þess sem hag­kvæm­ar og um­hverf­i­s­væn­ar kæli-, pökk­un­ar- og flutn­ings­lausn­ir eru hafðar að leiðarljósi.

Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa um 90 manns við hönn­un, þróun og fram­leiðslu. Það er mat dóm­nefnd­ar að Skag­inn sé fyr­ir­tæki sem hef­ur sýnt ár­ang­ur á markaði með framúrsk­ar­andi ný­sköp­un að leiðarljósi og er lík­legt til að halda áfram á þeirri braut í framtíðinni.“

Ný­sköp­un­ar­verðlaun Íslands eru veitt af Rannís, Íslands­stofu, Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands og Ný­sköp­un­ar­sjóði at­vinnu­lífs­ins, til fyr­ir­tækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrr­ar vöru eða þjón­ustu, sem byggð er á rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­starfi og náð hef­ur ár­angri á markaði.