„Það var skemmtilegt að taka þátt í upplestrarkeppninni,“ segir Dísa María Sigþórsdóttir nemandi í Brekkubæjarskóla á Akranesi sem á dögunum fékk viðurkenningu fyrir að vera besti upplesari Brekkubæjarskóla. Brynhildur Helga Viktorsdóttir var valin besti upplesarinn í Grundaskóla en alls tóku sex nemendur þátt í úrslitakeppninni sem fram fór í Tónbergi.
Dísa María hefur gaman að því að lesa og þá sérstaklega unglingabækur og Úkallsbækurnar.
Ég æfði mig með því að lesa upphátt fyrir aðra og fyrir framan spegil. Lesturinn gefur mér mikið og þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.
„Ég æfði mig með því að lesa upphátt fyrir aðra og fyrir framan spegil. Lesturinn gefur mér mikið og þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri.
Áhugamálin mín eru mörg en mér finnst skemmtilegast að passa börn og spila á píanó,“ segir Dísa María sem er 13 ára gömul í 7. bekk.
Foreldrar hennar eru Helga Hallfríður Stefánsdóttir og Sigþór Ingi Hreiðarsson. Dísa María á litla systur sem heitir Eyja Rós Sigþórsdóttir.