Svavar í hópi sterkra stráka frá Skipaskaga

„Ég setti alls átta Íslandsmet og bætti einnig eigin met og þetta er því ekki í fyrsta sinn sem ég set Íslandsmet,“ segir hinn 18 ára Svavar Örn Sigurðsson sem var sigursæll á Íslandsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem fram fór nýverið í World Class Kringlunni.

Árangur Svavars er áhugaverður en hann keppir í -74 kg. flokki. Skagamaðurinn hóf að æfa kraftlyftingar í desember árið 2015 til þess að æfa sig fyrir bekkpressumót sem fram fór vorið 2016.

„Ég tók 207.5 kg. í hnébeygju, 135 kg. í bekkpressu og 235 kg. í réttstöðulyftu. Ég hef alltaf haft gaman að því að styrkja mig og bæta árangurinn. Ég æfi 3-5 sinnum í viku og það skemmtilegasta við lyftingar er félagsskapurinn og þegar maður nær að bæta árangur sinn. Það eftirminnilegasta sem ég hef gert á ferlinum var að bæta met í opnum flokki, “ segir Svavar Örn en hann æfir síðdegis flesta daga eftir að skóla lýkur í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Svavar Örn stundar nám á húsasmíðabraut, er ekki hjátrúarfullur og hefur gaman að því að veiða.

Staðreyndir:
Nafn: Svavar Örn Sigurđsson
Aldur: 18 ára
Skóli: Fjölbrautaskóli vesturlands
Braut: Húsasmíðabraut.
Besti maturinn: Burger
Besti drykkurinn: „Pepsi Max“
Besta lagið/tónlistin. Rapp
Á hvað ertu að horfa þessa dagana? Breaking Bad.

Ættartréð:
Foreldrar Svavars eru þau Sigurður Helgason og Margrét Svavarsdóttir.

Yngri bróðir Svavars er Helgi Jón sem er 15 ára.

17499396_10155344347274416_8572864361440908623_n 14138639_10208976366259100_1498552913773938307_o 12802999_557024127838088_2487852876371934222_n