Fótboltastrákarnir í Sierra Leone taka sig vel út í ÍA búningnum

Þessir fótboltastrákar í Sierra Leone taka sig vel út í ÍA búningunum sem lið þeirra fékk frá Íslandi. Knattspyrnufélag ÍA hefur á undanförnum árum sent afgangsboli frá Norðurálsmótinu til Sierra Leone og einnig keppnisbúninga sem iðkendur ÍA eru hættir að nota.

Knattspyrnufélag ÍA hefur á undanförnum árum gefið margar slíkar gjafir í hjálparstarf erlendis. Það er ekki oft sem að svona skemmtilegar myndir berast til Íslands af þessum gula og fallega búning.

 

17546900_1458220277552740_7037793124767500888_o