Skagamenn lögðu Kópavogsbúa í spennandi Útsvarskeppni í gærkvöld og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitunum í ár. Akranes fékk 56 stig á móti 53 stigum liði Kópavogs. Nokkuð jafnt var með liðunum framan af en í orðaleiknum tóku Skagamenn afgerandi forystu, þegar þeir náðu 18 stigum á móti 5 stigum Kópavogs.
Fyrir síðasta hluta keppninnar munaði því enn aðeins tveimur stigum á liðunum. Sviptingar urðu allmiklar í stóru spurningunum og þegar aðeins einnar spurningar var óspurt voru Kópavogsbúar með tveggja stiga forskot.
Skagamenn áttu hins vegar síðustu spurninguna og ákváðu að hafa hana upp á fimm stig. Skagamenn svöruðu henni rétt og hömpuðu sigri.