Trausti sæmdur Gullmerki Sundsambands Íslands

Trausti Gylfason, formaður Sundfélags Akraness, var sæmdur Gullmerki Sundsambands Íslands nýverið. Trausti, sem hefur stýrt málum af myndarbrag hjá Sundfélagi Akraness, fékk Gullmerkið fyrir faglega mótsstjórn á Smáþjóðaleikunum á Íslandi 2015 og störf í þágu sundíþróttarinnar á Íslandi.

„Það lætur ekki mikið yfir sér gullmerkið en mér þykir vænt um það. Ég lít á það ekki bara sem viðurkenningu heldur einnig sem hvatningu að vinna frekar fyrir félagið mitt, Sundfélag Akraness og ekki síður ÍA! Maður á ekki að spyrja hvað félagið getur gert fyrir mig heldur á hver og einn að spyrja, hvað get ég gert fyrir félagið mitt,“ skrifar Trausti á fébókarsíðu sína.

 

 

Trausti er hér lengst til vinstri.

Eftirtaldir einstaklingar fengu viðurkenningu á Sundþinginu. Trausti er lengst til vinstri á myndinni.

  • Hlín Ástþórsdóttir varaformaður fyrir farsæla 16 ára stjórnarsetu í SSÍ og óeigingjörn störf í þágu sundíþrótta á Íslandi
  • Jacky Jean Pellerin landsliðsþjálfari og þjálfari Sundfélagsins Ægis, fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu sundhreyfingarinnar á Íslandi og góðan árangur sundfólks undir hans stjórn á Ólympíuleikum, heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum
  • Klaus Jürgen-Ohk þjálfari SH fyrir góð störf í þágu sundhreyfingarinnar á Íslandi og góðan árangur sundfólks undir hans stjórn á Ólympíuleikum, heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum
  • Steindór Gunnarsson fyrrverandi landsliðsþjálfari fyrir að vera óþreytandi í starfi sínu fyrir sund á Íslandi og alltaf tilbúinn til aðstoðar
  • Málfríður Sigurhansdóttir fyrir undirbúning og stjórn sundliðsins á Smáþjóðaleikum á Íslandi 2015 og góð störf í þágu sundhreyfingarinnar á Íslandi
  • Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari fyrir undirbúning og stjórn sundliðsins á Smáþjóðaleikum á Íslandi 2015 og á Ólympíuleikum, heims- og Evrópumótum
  • Karl Georg Klein og
  • Trausti Gylfason fyrir faglega mótstjórn á Smáþjóðaleikum á Íslandi 2015 og störf í þágu sundíþróttarinnar á Íslandi