Pólskur markaskorari samdi við ÍA

Patryk Stefanski, pólskur framherji, hefur samið við ÍA og mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Patryk er 27 ára gamall og kemur frá félaginu Ruch Chorzów í heimalandi hans. Patryk er annar pólski leikmaðurinn sem gengur til liðs við ÍA því fyrr í vetur samdi félagið við varnarmanninn Robert Mentzel.

Patryk lék með ÍA í æfingaferð liðsins á Spáni á dögunum.

„Við erum sáttir með að það bæta inn sóknarmanni áður en tímabilið hefst og eykur þar með breiddina í sóknarleik liðsins. Patryk kemur með mikinn kraft inní okkar leik – hefur góðan hraða og er jafnfættur og eykur að sjálfsögðu alla samkeppni í sóknarlínu okkar,“ segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA.

Patryk Stefanski er spenntur að spila með ÍA.

„Þetta eru frábærir strákar og flott umgjörð utan um allt hér á Skaganum, ég hlakka til að stimpla mig inn í íslenska fótboltann.“