Valdís Þóra endaði í 52. sæti á sterku atvinnumóti á Spáni

Skagamaðurinn Valdís Þóra Jónsdóttir lék á 73 höggum eða +2 á fjórða hringnum á Estrella Damm mótinu á LET Evrópumótaröðinni í golf. Hún lauk því keppni á +2 samtals (68-71-73-73) og er Valdís í 52. sæti þegar þetta er skrifað en keppni er ekki lokið. Valdís lék aðra braut vallarins í dag á +3 en hún fékk þrjá fugla og tvo skolla á næstu 16 holum.þ

Valdís Þóra, sem er úr Golfklúbbnum Leyni á Akraneesi byrjaði mótið mjög vel þar sem hún lék á 68 höggum eða -3 á fyrsta hringnum. Hún lék á 72 höggum á öðrum hringnum og á 73 höggum tvo síðustu dagana, (68-72-73).

Þetta er þriðja mótið í röð hjá Valdísi þar sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. LET Evrópumótaröðinni. Valdís tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í desember á síðasta ári. Hún er aðeins þriðja íslenska konan sem nær að tryggja sér keppnisrétt á þessa mótaröð í golfi.

Næsta mót hjá Valdísi er í byrjun júní þar sem hún tekur þátt á úrtökumóti fyrir Evian meistaramótið sem er eitt af fimm risamótum ársins á LET/LPGA mótaröðunum. Um miðja júní fer fram mót á LET mótaröðinni í Tyrklandi.