Húmorinn í góðu lagi hjá Vitanum – gjaldkerinn í fermingarmyndatöku

Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi, er öflugur félagsskapur og þar er  húmorinn í lagi ef marka má þessa mynd sem tekin var á stjórnarfundi Vitans nýverið.

Þar kom upp úr krafsinu að Þorvaldur Sveinsson gjaldkeri félagsins átti 33 ára fermingarafmæli á sama degi og fundurinn fór fram. Að því tilefni var hent í eina síðbúna fermingarmynd af gjaldkeranum.

Vel gert en það væri frábært að fá myndina af Þorvaldi sem tekin var fyrir 33 árum á fermingardaginn.