Það styttist í fyrstu leikina á Íslandsmótinu í knattspyrnu sumarið 2017 hjá karla – og kvennaliði ÍA. Karlalið ÍA mætir Íslandsmeistaraliði FH á Norðurálsvellinum sunnudaginn 30. apríl á Norðurálsvellinum á Akranesi. Um er að ræða fyrstu umferðina í Pepsi-deild karla og hefst leikurinn kl. 17.00.
Kvennalið ÍA leikur gegn Tindastóli í næst efstu deild þann 12. maí á Norðurálsvellinum á Akranesi í 1. umferð.
Skagamaðurinn Sigurjón Jósefsson hefur tekið saman þetta myndband þar sem hápunktar í sögu Knattspyrnufélags ÍA eru dregnir saman. Titlarnir eru fjölmargir og sigurstundirnar eru margar eins og sjá má. Vel gert Sigurjón og takk fyrir þetta. Alls hefur karlalið ÍA fagnað Íslandsmeistaratitlinum 18 sinnu, fyrst árið 1951 og síðast árið 2001.
Titlar ÍA í karlaflokki: 1951, 1953, 1954, 1957, 1958, 1960, 1970, 1974, 1975, 1977, 1983, 1984, 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 og 2001.
Íslandsmeistaratitlar ÍA í kvennaflokki eru alls þrír: 1984, 1985 og 1989.