Frábær árangur hjá ÍA á sterku sundmóti í Bergen

Ágúst Júlíusson setti nýtt Akranesmet á sterku alþjóðlegu sundmóti sem fram fór í Bergen í Noregi. Alls tóku sex sundmenn frá Sundfélagi Akraness á þessu móti, en alls voru 624 keppendur frá 11 þjóðum.

Margir af bestu sundmönnum heims voru á meðal keppenda og má þarn nefna heimsmethafana Sarah Sjostrom og Katinka Hosszu, ásamt okkar besta íslenska sundfólki, Hrafnhildi Lúthersdóttur, Aroni Erni Stefánssyni og Eygló Ósk Gústafsdóttur. Hollenska landsliðið var einnig mætt til leiks ásamt fjölda annarra sterkra liða.

Ágúst átti mjög gott úrslitasund í 100m flugsundi þar sem hann bætti Akranesmetið um 0.47 sek, en það met setti hann á IM nú í apríl. Hann synti nú á tímanum 55.49 sem.

Ágúst er á leið á Smáþjóðarleikana nú í júní og er hann vel undirbúinn og í góðu ástandi fyrir það mót.

Keppendurnir frá ÍA voru þau: Ágúst Júlíusson, Una Lára Lárusdóttir, Brynhildur Traustadóttir, Ásgerður Laufeyjardóttir, Erlend Magnússon og Sindri Andreas Bjarnason. Þjálfari er Kjell Wormdal og farastjóri Jill Syrstad.

Þetta er fysta stóra mótið á erlendum vettvangi hjá flestum af þessum krökkum og stóðu þau sig mjög vel. Sundfólkið frá ÍA bætti sig alls 20 sinnum af 32 stungum sem er frábær árangur.