„Þessi mynd er tekin í Gautaborg í Svíþjóð um s.l. helgi þar sem ég tók þátt í Highline Meeting. Línan er um 22 metrar á lengd og í 25 metra hæð. Ég var svo sem ekki að hugsa um neitt annað en að detta ekki niður úr þessari hæð. Það er lína í klifurbeltið sem tengist aðallínunni þannig að ef að maður dettur þá fer maður bara smá flugtúr,“ segir Þórður Sævarsson þjálfari Klifurfélags Akraness en um þessa mynd sem segir allt um þann kjark sem þarf til þess að stunda svokallað Slackline. Til samanburðar má nefna að lofthæðin er 20 metrar í Akraneshöllinni þar sem hún er mest.
Í þessari íþrótt er lína er strengd í mismunandi hæð og iðkendur glíma við að ganga á línunni og er markmiðið að komast yfir án þess að falla. Fyrir þá sem vilja kynnast þessari íþrótt nánar þá er best að skoða fésbókarsíðu Slackline Iceland.
Hér hangir Þórður í 25 metra hæð eftir að hafa fallið af línunni en öryggisútbúnaðurinn heldur honum uppi.
Þórður hefur á undanförnm misserum sést við þessa iðju á ýmsum stöðum á Akranesi og er þetta greinilega skemmtilegt sport eins og sjá má á þessu myndbandi.