Frændurnir Hallur Flosason og Arnþór Ingi Kristinsson halda áfram að dæla út lögum á veraldarvefinn í gegnum síðuna hmagasin. Þeir leika báðir knattspyrnu með liðum í Pepsideildinni en Hallur er í liði ÍA og Arnþór er leikmaður með Víkingum úr Reykjavík.
Lagið sem þeir taka að þessu sinni er eftir Jón Ragnar Jónsson sem er einnig leikmaður í Pepsideildinni með Íslandsmeistaraliði FH. Lagið heitir Like Heaven og er hér í rólegri útgáfu hjá þeim Halli og Arnþóri. Vel gert strákar og meira af þessu.
