Flott samantekt á risahjólreiðatúr Guðrúnar og Guðmundar

Guðrún Gísladóttir og Guðmundur S. Jónsson eiginmaður hennar ætla að taka þátt í áhugaverðu verkefni í sumar þar sem markmiðið er að safna sem mestu fé fyrir Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna á Ísland. Þau hafa æft af krafti í vetur en þau eru í Team Rynkeby liðinu sem ætlar að hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar í sumar til fjáröflunar fyrir krabbameinssjúk börn.

Fjallað var um málið í Skagafréttum í þessari frétt: Hjóla frá „Köben“ til Parísar fyrir gott málefni.

Nýverið fór íslenska Team Rynkeby liðið í æfingaferð um Suðurlandið þar sem Guðrún og Guðmundur hjóluðu samfleytt í 7 klst. og lögðu að baki 165 km. Slíkur dagur verður „venjulegur“ dagur hjá hjólreiðafólkinu á meðan Team Rynkeby liðið hjólar í sumar. 

Guðrún segir á fésbókarsíðu sinni að samkvæmt mælingum Garmin úrsins hafi hún snúið pedölunum á hjólinu 27.328 sinnum og finnur hún aðeins fyrir því í dag.

Hér fyrir neðan er skemmtileg samantekt á ferðinni hjá Team Rynkeby um Suðurlandið.