Málefni ferðaþjónustu á Akranesi til umræðu á fundi á föstudaginn

Akraneskaupstaður hefur boðað til hádegisfundar með bæjarbúum næstkomandi föstudag þar sem að málefni ferðaþjónustu á Akranesi verða til umræðu. Fundurinn fer fram í Tónbergi, sal tónlistarskólans á Akranesi.

Fulltrúar Eimskips og Faxaflóahafna mæta á fundinn og kynna m.a. fyrirhugaðar ferjusiglingar milli Akranes og Reykjavíkur og komu skemmtiferðaskipa til Akraness.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri mun fara yfir þau atriði sem Akraneskaupstaður leggur til málaflokksins. Að lokum verður boðið uppá léttar veitingar í anddyri tónlistarskólans.

Það er kjörið tækifæri fyrir hagmunaaðila í ferðaþjónustu á Akranesi og aðra áhugasama að sækja þennan fund.

NAUÐSYNLEGT AÐ SKRÁ SIG FYRIR KL. 15:00 ÞANN 25. MAÍ:

Smelltu hér til að skrá þig: