Rótarýfélagar á Akranesi unnu hörðum höndum í gær við að lagfæra stíga í Selbrekku í Akrafjalli. Skipt var um gömul og lúin þrep og ný sett í staðinn. Eins og sjá má á þessum myndum sem Jens Baldursson tók þá lögðu félagarnir allt í verkið. Við hér á skagafrettir.is þökkum þeim félögum kærlega fyrir framtakið og alla þá vinnu sem Rótarýklúbburinn hefur lagt í að gera útivistarsvæðið Akrafjall enn betra. Vel gert og til hamingju með þetta „strákar“.