Farþegaferjan siglir „jómfrúarferðina“ á fimmtudaginn

Farþegaferjan sem mun sigla á milli Reykjavíkur og Akraness mun sigla sína fyrstu ferð á fimmtudaginn – og er stefnt að því að áætlunarsiglingar hefjist með formlegum hætti mánudaginn 19. júní. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Ferjan er á leiðinni frá Þórshöfn í Færeyjum þessa stundina en það er ekki búið að ákveða að ferjan fær ekki nafnið Akraborg.

Heimferð ferjunnar hefur gengið vel og í dag er von á henni til Vestmanneyja og þaðan verður haldið til Reykjavíkur.

Ferjan er rúmur sjö og hálfur metri á breidd og tuttuguogtveggja og hálfs metra löng. Hún tekur 112 manns í sæti, er ekki bílaferja, og siglt verður milli Reykjavíkur og Akraness þrisvar á dag. Um helgina verða nokkrar siglingar til reynslu og svo er gert ráð fyrir því að áætlun hefjist á mánudaginn í næstu viku,“ segir á vef RÚV.