Skagahjónin þakklát og glöð eftir risahjólatúr um Evrópu

Skagahjónin Guðrún Sigríður Gísladóttir og Guðmundur S. Jónsson luku um s.l. helgi miklum hjólatúr með Team Rynkenby Ísland. Mikil ævintýraferð og sérstök tilfinning að hafa lokið þessu verkefni eftir tæplega árs undirbúning skrifar Guðrún m.a. á fésbókarsíðu sína.

Hér má lesa nánar um verkefnið sem þau Guðrún og Guðmundur tóku þátt í. 

Guðrún og Guðmundur hjóluðu ásamt liðsfélögum sínum 1.327 km. á aðeins 8 dögum. Samtals eyddu þau tæplega 60 klst á hjólinu sjálfu á leið sinni frá Kaupmannahöfn til Parísar í Frakklandi.

„Algjörlega frábært verkefni með yndislegu fólki sem sýndi og sannaði að allt er hægt með jákvæðni og samheldni. Þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni.

Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur og hvatningu, þær veittu auka kraft,“ skrifar Guðrún á fésbókarsíðu sína.