Létt yfir Skagamönnum í góða veðrinu

Það var létt yfir Skagamönnum sem nýttu góða veðrið á Akranesi í morgun til útiveru. Við Dvalarheimilið Höfða var fjölmennur hópur af fólki á ferð þegar útsendari skagafrettir.is var þar á ferðinni.

Eins og sjá má á myndunum var gleðin við völd og einhver hafði það á orði að næsta stopp hjá hópnum yrði á Fiskidögum á Dalvík.