Í ár er Akraness heiðursgestur Menningarnætur. Af gefnu tilefni verður boðið uppá myndarlega dagskrá á veitingastaðnum Messanum við Sjóminjasafnið í dag, laugardaginn 19. ágúst. Kynntir verða til leiks bæjarlistamenn Akraness frá upphafi og ætla þeir að taka á móti gestum og gangandi yfir daginn. Þeir bæjarlistamenn sem verða á staðnum eru:
Kolbrún S. Kjarval leirlistakona (2017)
Slitnir strengir, þjóðlagasveit (2016)
Gyða L. Jónsdóttir Wells myndhöggvari (2015)
Erna Hafnes myndlistakona (2014)
Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur (2013)
Sveinn Arnar Sæmundsson orgelleikari (2012)
Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður (2010)
Kristján Kristjánsson rithöfundur og bókaútgefandi (2002). Kristján mun einnig vera með verk eftir Braga Þórðarson rithöfund og bókaútgefanda (2004).
Smári Vífilsson tenórsöngvari (2001)
Kristín Steinsdóttir rithöfundur (1998)
Bjarni Þór Bjarnason myndlistarmaður (1997)
Philippe Ricart handverksmaður (1996)
Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður (1993). Helena mun einnig sína verk eftir föður sinn Guttorm Jónsson högglistamann (1994).
Sigríður Rut Hreinsdóttir mun sína verk eftir föður sinn Hrein Elíasson myndlistarmann (1992).
Opnunarathöfn hefst kl. 13:30 og er opið til kl. 20:00. Hægt er að setjast niður í spjall, skoða og kaupa listmuni og sjá hvernig sum listaverkanna eru gerð. Nokkrir bæjarlistamenn munu stíga á stokk þennan dag og verður m.a. upplestur rithöfunda og tónlistarflutningur. Einnig verða á staðnum matvælaframleiðendur frá Akranesi, meðal annars Vignir og Norðanfiskur sem ætla að bjóða upp á karfa og Kaja Organic ætlar að bjóða upp á sínar gómsætu hrákökur. Dagskrá dagsins verður með eftirfarandi hætti:
13:30 Opnunarathöfn
Ávarp Dags B. Eggertssonar borgarstjóri og Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra ásamt því flytur bæjarlistamaður 2012, Sveinn Arnar Sæmundsson og félagar í Kalman kórnum nokkur lög.
14:30 Upplestur rithöfunda
Bæjarlistamaður 2002, Kristján Kristjánsson les úr eigin verkum og verkum Braga Þórðarsonar, bæjarlistamanns 2004.
16:00 Tónlist
Bæjarlistamaður 2001, Smári Vífilsson flytur nokkur lög.
17:00 Upplestur rithöfunda
Bæjarlistamenn 1998 og 2013, Kristín Steinsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir lesa úr eigin verkum.
18:00 Tónlist
Bæjarlistamaður 2016, Slitnir strengir flytja nokkur lög.
Ferjan Akranes mun sigla aukaferðir þennan dag og er því tilvalið fyrir Skagamenn að gera sér ferð til Reykjavíkur á Menningarnótt. Miðasala fer fram á saeferdir.is og er gott að tryggja sér miða með góðum fyrirvara. Ferðaáætlun og verðskrá fyrir laugardaginn er eftirfarandi:
Ferðaáætlun
Frá Reykjavík: 08:45, 10:45, 15:45, 17:45, 20:45 og 23:45
Frá Akranesi: 09:30, 11:30, 16:30, 18:30, 21:30 og 00:30
Verðskrá:
Fullorðinn kr. 2500 fram og til baka.
Aldraðir, öryrkjar og börn 6-16 ára kr. 1500 fram og til baka.
Frítt fyrir 0-5 ára
Fjölskyldutilboð: kr. 8000 (2 fullorðnir og allt að þrjú börn 6-16 ára)