Skagamaðurinn Oskar Wasilewski er þessa dagana að leika með U-18 ára landsliði Íslands á alþjóðlegu móti í Tékklandi. Oskar var í byrjunarliðinu í 3-0 sigri Íslands gegn Slóvakíu en alls verða leiknir fjórir leikir í þessari ferð. Ísland mætir einnig Tékklandi og Úkraínu í riðlakeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Oskar er valinn í landsliðsverkefni fyrir Íslands hönd en hann er varnarmaður og er lykilmaður í 2. flokks liði ÍA.