Slitnir Strengir, þjóðlagasveit Tónlistarskólans á Akranesi, fékk um s.l. helgi borgfirsku menningarverðlaunin.
Um er að ræða verðlaun úr minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli og eiginkonu hans Ingibjargar Sigurðardóttur.
Afhendingin fór fram í Reykholtskirkju í Borgarfirði þar sem að rithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir fékk afhent ljóðaverðlaun úr minningarsjóðnum.