Gísli rakari safnaði 330.000 kr. fyrir krabbameinssjúk börn

Gísli Guðmundsson rakari hélt upp á 10 ára starfsafmæli Rakarastofu Gísla í dag með eftirminnilegum hætti. Í dag stóð yfir söfnun hjá Gísla sem skilaði af sér tæplega 330.000 kr. Allar tekjur dagsins runnu í söfnunina og bætti Gísli sjálfur við 100.000 kr. Uppgjör dagsins rennur því allt til Krabbameinssjúkra barna.

Viðskiptavinir gátu einnig keypt lög sem Gísli lék sjálfur á gítar í dag og kostaði lagið 3.000 kr.  Sannarlega stórkostlegur dagur hjá Gísla og við hér á skagafrettir.is óskum honum hjartanlega til hamingju með daginn og framtakið.

Gísli er hér að störfum að klippa frænda sinn sem fór í sína fyrstu snyrtingu í dag.