Myndasyrpa frá 40 ára afmælishátíð FVA

Það verður mikið um að vera í gær húsakynnum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þar sem haldið var upp á 40 ára afmæli skólans. Gestum var boðið upp á kaffiveitingar, myndasýningar og tónlistaratriði. Hátíðin tókst vel og margir sem lögðu leið sína í FVA í gær. Hljómsveitin Abbababb var með endurkomu ásamt Tíbrá. Hljómsveitin Bland lék nokkur lög og þjóðlagasveitin Slitnir Strengir stigu á stokk. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá gærdeginum.