Árleg keppni nýliða hjá Golfklúbbnum Leyni fór fram þriðjudaginn 19. september á Garðavelli. Um var að ræða 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru enn að feta fyrstu skrefin í golfíþróttinni. Kári Kristvinsson lék best án forgjafar. Reynir Gunnarsson og Klara Kristvinsdóttir fengu flesta punkta en Reynir hafði betur í þeirri rimmu.
Nýliðaskjöldurinn 2017 – úrslit
Kári Kristvinsson lék best allra í keppni nýliða hjá Leyni
Nýliðaskjöldurinn fór fram þriðjudaginn 19.september á Garðavelli en um var að ræða 9 holu mót fyrir forgjafarhærri kylfinga úr röðum Leynis.
Helstu úrslit voru eftirfarandi:
Punktakeppni með forgjöf
1.sæti Reynir Gunnarsson, 19 punktar (betri á síðustu 3 holum)
2.sæti Klara Kristvinsdóttir, 19 punktar
3.sæti Ólafur Guðmundsson, 15 punktar (betri á síðustu 6 holum)
Höggleikur án forgjafar (besta skor)
1.sæti Kári Kristvinsson, 50 högg
Nándarverðlaun á par 3 holum
3.hola Þórir Björgvinsson, 3.73 m.
8.hola Jóhanna Ólöf Reynisdóttir, 63 cm.