Í gær hófst malbikun á Vesturgötu en þar hefur gatan verið endurbyggð frá grunni og er eitt af stærri framkvæmdarverkefnum sem Akraneskaupstaður stendur fyrir á þessu ári.
Skóflan hf. er verktaki í þessu verkefni og er stefnt að því að frágangi við gangstéttar á milli Vesturgötu á milli Stillholts og Merkigerðis verði lokið þann 18. október.

Malbikun við 2. áfanga á Vesturgötu verður lokið samkvæmt áætlun þann 26. október og gangstéttum í þeim áfanga þann 10. nóvember. Þetta kemur fram í frétt á akranes.is.


