Tryggvi Hrafn í U-21 árs landsliði Íslands

Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson var valinn í U-21 árs landslið Íslands sem leikur tvo leiki í riðlakeppni Evrópumótsins í október. Báðir leikirnir fara fram ytra, sá fyrri er þann 5. október gegn Slóvakíu og gegn Albaníu þann 10. október. Tryggvi, sem leikur með Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Albaníu í byrjun september en sá leikur tapaðist 3-2.

 

Þrír nýliðnar eru í liðinu að þessu sinni en þeir eru;  Marinó Axel Helga­son, Mika­el Neville And­er­son og Hlyn­ur Örn Hlöðvers­son.

U21-liðið er þannig skipaðað:

Markverðir:
Sindri Krist­inn Ólafs­son (Kefla­vík)
Aron Snær Friðriks­son (Fylki)
Hlyn­ur Örn Hlöðvers­son (Fram)

Aðrir leik­menn:
Al­bert Guðmunds­son (PSV)
Al­fons Samp­sted (Norr­köp­ing)
Arn­ór Gauti Ragn­ars­son (ÍBV)
Axel Óskar Andrés­son (Rea­ding)
Ásgeir Sig­ur­geirs­son (KA)
Hans Vikt­or Guðmunds­son (Fjölni)
Óttar Magnús Karls­son (Molde)
Vikt­or Karl Ein­ars­son (AZ Alk­ma­ar)
Jón Dag­ur Þor­steins­son (Ful­ham)
Júlí­us Magnús­son (He­eren­veen)
Samú­el Kári Friðjóns­son (Vål­erenga)
Tryggvi Hrafn Har­alds­son (Halmstad)
Orri Sveinn Stef­áns­son (Fylki)
Ari Leifs­son (Fylki)
Fel­ix Örn Friðriks­son (ÍBV)
Marinó Axel Helga­son (Grinda­vík)
Mika­el Neville And­er­son (Vend­syssel)