Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson var valinn í U-21 árs landslið Íslands sem leikur tvo leiki í riðlakeppni Evrópumótsins í október. Báðir leikirnir fara fram ytra, sá fyrri er þann 5. október gegn Slóvakíu og gegn Albaníu þann 10. október. Tryggvi, sem leikur með Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni, var í byrjunarliðinu í fyrsta leiknum gegn Albaníu í byrjun september en sá leikur tapaðist 3-2.
Þrír nýliðnar eru í liðinu að þessu sinni en þeir eru; Marinó Axel Helgason, Mikael Neville Anderson og Hlynur Örn Hlöðversson.
U21-liðið er þannig skipaðað:
Markverðir:
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Aron Snær Friðriksson (Fylki)
Hlynur Örn Hlöðversson (Fram)
Aðrir leikmenn:
Albert Guðmundsson (PSV)
Alfons Sampsted (Norrköping)
Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Axel Óskar Andrésson (Reading)
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölni)
Óttar Magnús Karlsson (Molde)
Viktor Karl Einarsson (AZ Alkmaar)
Jón Dagur Þorsteinsson (Fulham)
Júlíus Magnússon (Heerenveen)
Samúel Kári Friðjónsson (Vålerenga)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Halmstad)
Orri Sveinn Stefánsson (Fylki)
Ari Leifsson (Fylki)
Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Marinó Axel Helgason (Grindavík)
Mikael Neville Anderson (Vendsyssel)