Tveir Skagamenn eru í 25 manna leikmannahóp Íslands fyrir tvo síðustu leiki A-landsliðs karla í undankeppni HM 2018. Arnór Smárason kemur á ný inn í hópinn og Björn Bergmann Sigurðarson er í hópnum líkt og áður. Leikirnir sem eru framundan eru gegn Tyrkjum á útivelli föstudaginn 6. október og gegn Kósóvó á Laugardalsvelli mánudaginn 9. október. Arnór leikur sem atvinnumaður hjá Hammarby í Stokkhólmi í Svíþjóð en Björn Bergmann er atvinnumaður hjá Molde í Noregi.
Þrír Skagamenn í A-landsliðshóp: Björn Bergmann, Óskar Guðbrandsson starfsmaður KSÍ og Arnór. Mynd/Óskar.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson, Randers
Ögmundur Kristinsson, Excelsior
Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Hammarby
Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan
Kári Árnason, Aberdeen
Ari Freyr Skúlason, Lokeren
Sverrir Ingi Ingason, Rostov
Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City
Jón Guðni Fjóluson, Norrköping
Hjörtur Hermannsson, Bröndby
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Birkir Bjarnason, Aston Villa
Emil Hallfreðsson, Udinese
Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley
Gylfi Þór Sigurðsson, Everton
Rúrik Gíslason, Nürnberg
Ólafur Ingi Skúlason, Karabükspor
Arnór Smárason, Hammarby
Arnór Ingvi Traustason, AEK Aþena
Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshoppers
Sóknarmenn:
Alfreð Finnbogason, Augsburg
Jón Daði Böðvarsson, Reading
Viðar Örn Kjartansson, Maccabi Tel Aviv
Björn Bergmann Sigurðarson, Molde