Sansa.is slær í gegn hjá Skagamönnum

Skagamenn eru ánægðir með fyrsta „skammtinn“ frá fyrirtækinu sansa.is sem Þórður Gylfason setti á laggirnar fyrir skemmstu.

Sansa.is er matarþjónustufyrirtæki þar sem viðskiptavinir fá allt sem þarf til þess að útbúa góðan og hollan mat úr fersku hráefni.

Á samfélagsmiðlum hafa viðskiptavinir sansa.is hrósað Þórði og starfsfólki hans í hástert fyrir fyrstu „sendinguna“.

Í hverri viku er boðið uppá þrjár uppskriftir og fær hver viðskiptavinur heimsendan pakka með hráefni fyrir hverja uppskrift. Pokarnir okkar eru afhentir á þriðjudögum og þurfa pantanir að liggja fyrir á miðnætti miðvikudaginn fyrir komandi viku.

Á skjáskotsmyndinni hér fyrir neðan má sjá nokkur ummæli um sansa.is þar sem viðskiptavinir lýsa ánægju sinni með þjónustuna og gæðin.

Hjálmur Dór Hjálmsson segir m.a. „Ég held hreinlega að maturinn hjá Sansa sé girnilegri í praksís en á myndum.“

Helga Ragnheiður Höskuldsdóttir segir einfaldlega „Takk fyrir mig, þorskhnakki á spjóti með hrísgrjónum og grænmeti. Mjög bragðgott og auðvelt að matreiða.“

Valgarður Lyngdal Jónsson er saddur og í hæstu hæðum: „Vá hvað þetta er gott. Takk fyrir okkur.“