Inga María óskar eftir stuðningi frá Skagamönnum nær og fjær

Inga María Hjartardóttir gaf nýverið út lagið Good in Goodbye á tónlistarveitunni Spotify.  Inga María, er fædd árið 1994, og er frá Akranesi en hún stefnir á að setjast að í Bandaríkjunum. Inga María þarf á aðstoð okkar Skagamanna að halda til þess að komast í gegnum regluverkið í Bandaríkjunum hvað varðar atvinnu – og landvistarleyfi.

Hlustaðu á lagið með því að smella hér: 

„Leyfið sem ég er að sækja um er hannað fyrir listamenn, en til þess að umsóknin sé samþykkt þarf umsækjandi að hafa milli handanna lög sem hafa verið mikið spiluð til að sýna fram á „hæfni“. Vissulega hafa spilanir á lagið mitt lítið með hæfni mína sem tónlistarkonu að gera, en svona eru nú reglurnar,“ segir Inga María og óskar eftir því að Skagamenn nær og fjær spili nýja lagið hennar eins oft og þeir geta til að auka líkur hennar á að fá landvistarleyfið samþykkt“

Smelltu á myndina hér fyrir neðan til að hlusta á lagið.