Sigrún Eva Sigurðardóttir leikmaður 3. flokks ÍA og félagar hennar í U-17 ára landsliði Íslands unnu stórsigur gegn Svartfjallalandi í dag í undankeppni EM U17.
Sigrún Eva var í byrjunarliðinu og lék frá upphafi til enda leiksins. Ísland hafði yfirburði í leiknum sem endaði 5-0. Sigrún Eva kom ekkert við sögu í fyrsta leiknum sem endaði 2-0 fyrir Ísland gegn Aserbaídsjan en keppnin fer fram í Bakú í Aserbaídsjan. Síðasti leikur Íslands er gegn Spánverjum á sunnudaginn.