Sjónvarpsstöðin N4 var með innslag frá Akranesi í þættinum Að Vestan þar sem að Hlédís Sveinsdóttir fór í heimsókn í fasteignasöluna Hákot.
Þar sýndi Daníel Elíasson eigandi Hákots myndir af húsunum í bænum sem hann hefur safnað í mörg ár.
Margar áhugaverðar myndir eru á veggjunum í Hákoti og sögur á bak við hverja einustu mynd sem eru áhugaverðar. Innslagið er á Youtube og má sjá það hér fyrir neðan.