Hallbera í aðalhlutverki gegn Þýskalandi í undankeppni HM

Hallbera Guðný Gísladóttir verður í lykilhlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu þegar liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM. Leikurinn hefst kl. 14.00 föstudaginn 20. okt. en hann fer fram í Þýskalandi. Hallbera er í ítarlegu viðtali á fotbolti.net sem má skoða hér fyrir neðan. Hallbera segir að hún sé spennt fyrir leiknum en Ísland mætir einnig Tékklandi í þessari landsleikjahrinu.

„Ég held að góð úrslit fyrir okkur væru 4 stig úr þessum leikjum. Það er erfitt að ætlast til að fá sigur úr báðum þessum leikjum en við förum í alla leiki til að vinna og sjáum hvað gerist,“ segir Hallbera m.a. í viðtalinu við fotbolti.net.

 

Ísland vann Færeyjar 8-0 í fyrsta leiknum í undankeppninni.