Skagamenn tóku þátt í einum stærsta sigri Íslands frá upphafi

Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir tók þátt í einum stærsta sigri Íslands frá upphafi þegar kvennalandslið Íslands lagði Þýskaland 3-2 á útivelli í undankeppni heimsmeistaramótsins 2019.

Hallbera og félagar hennar í landsliðinu skrifuðu nýjan kafla í íslensku knattspyrnusögunna með því að skora í fyrsta sinn gegn Þjóðverjum í landsleik.

Árangurinn er einnig sögulegur gegn átt­föld­um Evr­ópu­meist­ur­um, tvö­föld­um heims­meist­ur­um – og ríkjandi ólympíumeisturum.

Hallbera Guðný var ekki eini Skagamaðurinn sem kom að þessum frábæra sigri. Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins er búsettur á Akranesi og er unnusti Ernu Hafnes listakonu og kennara. Margrét Ákadóttir er liðsstjóri íslenska hópsins og Óskar Guðbrandsson er einnig í þessu frábæra teymi sem fjölmiðla – og kynningarfulltrúi.

Þetta var einnig fyrsti sigur Íslands gegn Þjóðverjum í landsleik. Þjóðirnar mættust í fyrsta sinn fyrir 30 árum og hafði Þýskaland skorað yfir 50 mörk samtals gegn engu fram að leiknum í dag.

Ísland vann 8:0-stór­sig­ur gegn Fær­eyj­um í fyrstu um­ferð undan­keppn­inn­ar og Þýska­land hef­ur borið sig­ur úr být­um í fyrstu tveim­ur leikj­um sín­um.

Þýska­land vann ör­ugg­an 6:0-sig­ur gegn Slóven­íu í fyrstu um­ferðinni og lagði Tékk­land að velli með einu marki gegn engu í ann­arri um­ferðinni.

Eitt lið kemst beint á HM úr hverjum riðli af alls sjö í Evrópu og fjögur lið sem enda í öðru sæti keppa síðan um eitt laust sæti til viðbótar í umspili.